Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014
Hlynur M. Sigurbjörnsson, Bjarni Jónsson, Valgerður Jóna Oddsdóttir, Arna
Arnórsdóttir og Lára Ottesen sem ritar fundargerð.
Auk þeirra Helga Stefanía skólastjóri Heiðarskóla, Sigríður Lára Guðmundsdóttir fulltrúi kennara Heiðarskóla,
Sigurður Sigurjónsson skólastjóri Skýjaborgar, Sara Margrét Ólafsdóttir fulltrúi kennara Skýjaborgar,
Guðný Kristín Guðnadóttir fulltrúi foreldra Skýjaborgar og María Hlín Eggertsdóttir fulltrúi foreldra Heiðarskóla.
Dagskrá
1. Setning fundar.
2. Formaður fer yfir fundargerð 44. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 8. okt. 2009.
3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir október 2009.
4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir október 2009.
5. Sameiginleg hvatning Kennarasambands Íslands og Sambands ísl. sveitarfélaga
til skóla og sveitarfélaga um hagnýtingu nýlegra rannsóknaniðurstaðna í
skólastarfi, dags. 23. okt. 2009. Lagt fram til kynningar.
6. Bréf frá Menntamálaráðuneyti, dags. 2. okt. 2009 er varðar áætlun um að íslenska
allan notendahugbúnað í íslensku skólastarfi innan þriggja ára. Lagt fram til
kynningar.
7. ”Ungt fólk 2009” Könnun framkvæmd af Rannsóknir & greining ehf. fyrir Menntaog
menningarmálaráðuneytið. Lagt fram til kynningar.
8. Skólaskýrsla hag- og upplýsingasviðs sambands ísl. sveitarfélaga 2009. Lagt
fram til kynningar.
9. Bréf dags. 28. október 2009 er varðar beiðni um vistun barns yngra en 18 mánaða, í leikskólanum Skýjaborg.
10. Önnur mál.
Fundargerð
1. Setning fundar.
• Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
2. Formaður fer yfir fundargerð 44. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 8. okt. 2009.
• Fundargerðin lögð fram.
3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir október 2009.
• Þessi mánuður hefur gengið tíðindalítið fyrir sig. Engir stórviðburðir
hafa verið og tíminn hefur einkennst af miklum forföllum vegna
veikinda.
• Skólastjórar sóttu námsstefnu Skólastjórafélags Íslands í Reykjavík
dagana 15 og 16. október.
• Unglingadeildin fékk opið hús í síðustu viku í Fannahlíð.
• Skólastjórar sóttu skólamálaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga í
Reykjavík 2. nóvember.
• Fjárhagsáætlunargerð hefur staðið yfir.
• Alla síðustu viku hefur vantað u.þ.b. 1/3 hluta af nemendum skólans
vegna veikinda svo og eitthvað af starfsfólki en ástandið er óðum að
lagast.
• Leikskólinn hefur komið í heimsókn til okkar og 1. bekkur farið í
heimsókn í leikskólann.
• Heiðarskóli tekur þátt í könnun á vegum Háskóla Íslands, Háskólans á
Akureyri og Listaháskóla Íslands um rannsókn á starfsháttum í
grunnskólum. Fyrsta heimsókn rannsóknarhópsins verður dagana 9.
og 10 nóvember n.k.
• Þessa dagana standa yfir próf og námsmat en annarlok verða í næstu
viku. Miðvikudagurinn 11. nóvember er starfsdagur, fimmtudaginn 12.
nóvember verða foreldraviðtöl og föstudaginn 13. nóvember er
vetrarfrí. Börnin fá því ágætis hlé í kringum helgina.
• Okkur langar að viðra hugmyndir fyrir næsta vetur, til að koma til móts
við mismunandi kennslutímafjölda yngsta stigsins og unglinga langar
okkur að koma þeirri hugmynd okkar í umræðuna að hafa yngsta stigið
einungis 4 daga í skólanum í vikunni. Það þýðir að þau mæta ekkert á
föstudögum. Einnig viðrum við hugmynd okkar frá því í fyrra að lengja
mánudag og miðvikudag og keyra heim um hádegi á föstudögum.
4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir október 2009.
• Í október byrjuðu hjá okkur 3 ný börn og aðlögun þeirra að ljúka. Fjöldi
barna hér í leikskólanum eru 40 og hafa aldrei verið fleiri börn hér áður.
• Starfsmaður fór á ráðstefnu sem haldin var í tilefni af 150 ára
fæðingarafmæli John Dewey. Fjallað var um skrif hans frá ýmsum hliðum
en hugmyndafræði Skýjaborgar er m.a. sótt til hans.
• Fyrsta heimsókn elstu nemenda leikskólans í Heiðarskóla er búin og tókst
hún að venju mjög vel.
• Foreldraviðtöl fóru fram dagana 26. – 30. október.
• Nemendur 1.bekkjar Heiðarskóla mætti í heimsókn og tók þátt í daglegu
starfi hér í leikskólanum. Þau tóku þátt í ávaxtastund, vali og útiveru.
• Íþróttatímarnir í Heiðarborg eru byrjaðir og ganga mjög vel undir stjórn
Ingu Bryndísar íþróttakennara.
• Tveir starfsmenn fóru á námskeið í notkun á kennsluefni fyrir
leikskólabörn.
• Í leikskólanum eru 40 börn sem telja 55,1 barngildi. Stöðugildi eru 7,6
• Leikskólabörnin þurfa að lágmarki 6,9 stöðugildi
• Eftir stendur þá 0,7 stöðugildi sem að duga fyrir sérkennslu fyrir 3 erlend
börn og 4 einstaklinga sem þurfa mikla aðstoð.
5. Sameiginleg hvatning Kennarasambands Íslands og Sambands ísl. sveitarfélaga til skóla og sveitarfélaga um hagnýtingu nýlegra rannsóknaniðurstaðna í skólastarfi, dags. 23. okt. 2009.
• Lagt fram til kynningar.
6. Bréf frá Menntamálaráðuneyti, dags. 2. okt. 2009 er varðar áætlun um að íslenska allan notendahugbúnað í íslensku skólastarfi innan þriggja ára.
• Lagt fram til kynningar.
7. ”Ungt fólk 2009” Könnun framkvæmd af Rannsóknir & greining ehf. fyrir Menntaog menningarmálaráðuneytið.
• Lagt fram til kynningar.
8. Skólaskýrsla hag- og upplýsingasviðs sambands ísl. sveitarfélaga 2009.
• Lagt fram til kynningar.
9. Bréf dags. 28. október 2009 er varðar beiðni um vistun barns yngra en 18 mánaða, í leikskólanum Skýjaborg.
• Vegna þröngra aðstæðna á leikskólanum er ekki unnt að svara þessu
erindi fyrr en 1.desember.
10. Önnur mál.
• Leikskólastjóri lagði fram samanburðartölur varðandi rekstrartölur
Skýjaborgar og annarra leikskóla.
• Formaður sat, nýverið, fund með skólastjóra tónlistarskólans á
Akranesi, sviðsstjóra fjölskyldusviðs á Akranesi og sveitarstjóra
Hvalfjarðarsveitar. Hann upplýsti okkur um þann fund, umræður urðu
um tónlistarkennslu í Hvalfjarðarsveit.
Fundi slitið kl: 19.30
Hlynur Sigurbjörnsson Valgerður Jóna Oddsdóttir
Lára Ottesen Arna Arnórsdóttir
Bjarni Jónsson