Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

43. fundur 10. september 2009 kl. 17:45 - 19:45

Dagskrá:

1. Setning fundar.

2. Kosning varaformanns í fræðslu- og skólanefnd.

3. Formaður fer yfir fundargerð 42. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 6. ágúst 2009.

4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir ágúst 2009.

5. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir ágúst 2009.

6. Bréf sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar, dags. 11. ágúst 2009, er varðar hækkun á matargjaldi í leik- og grunnskóla 2009-2010, lagt fram til kynningar.

7. Afgreiðslur sveitarstjórnar frá 12. ágúst 2009, er varða skólamál, lögð fram.

8. Önnur mál.

 

Fundargerð

1. Setning fundar.

• Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

2. Kosning varaformanns í fræðslu- og skólanefnd.

• Tillaga formanns um Valgerði Jónu Oddsdóttur sem varaformann var

samþykkt öllum greiddum atkvæðum.

3. Formaður fer yfir fundargerð 42. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 6. ágúst 2009.

• Fundargerð lögð fram.

4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir ágúst 2009.

• Skólastarf hefur farið mjög vel af stað. Ekki hefur verið mikið um

veikindi hvorki á nemendum né starfsfólki þessar fyrstu vikur og allt

gengið mjög vel.

• 27. ágúst komu félagar úr ungliðahreyfingu björgunarsveitarinnar

og kynntu starf sveitarinnar fyrir unglingadeildinni. Þeir sem komu voru

öll gamlir nemendur úr Heiðarskóla

• 2. september kom Hulda Karen Danielsdóttir með fræðslu til okkar

vegna nýbúanna en hún hefur haft veg og vanda af nýbúafræðslu á svhorninu og víðar.

• 3. september var allsherjar útivistardagur, rúturnar skiluðu

krökkunum í Fannahlíð og sóttu þá aftur þangað. Allt skólastarf

þennan dag fór fram í Fannahlíðinni og nágrenni. Eldri deildin gekk á

Akrafjallið og yngri deildin vann ýmis verkefni í skóginum. Við vorum

sérlega heppin með veðrið sem var milt og þurrt og var þessi dagur

hinn skemmtilegasti. Við fundum ekki mikið af berjum en meira af

sveppum og eldaði skólastjóri villisveppasúpu á föstudeginum í

hádeginu.

• Bergrós talmeinafræðingur hefur hafið störf og kom hún föstudaginn

4. sept í sitt fyrsta skipti.

Hún mun að jafnaði verða annan hvern fimmtudag í Heiðarskóla.

• Karl Marinósson mun hitta okkur annan hvern mánudag til skrafs.

Hann hefur komið tvisvar frá byrjun skólans.

• Von er á Brynjólfi í sína fyrstu heimsókn í næstu viku.

• Valgreinar eru komnar í gang 8 tímar á viku í unglingadeildinni allri.

• Á mánudögum eru myndlist og tónlist, á þriðjudögum, íþróttir og

heimilisfræði, á miðvikudögum leiklist og kvikmyndun/ljósmyndun

og á fimmtudögum blaðamennska og hagnýt stærðfræði.

• Í dag komu 12 langþráðar nýjar tölvur í hús sem settar verða í tölvuver.

• Í næstu viku verða samræmd könnunarpróf.

10. bekkur þreytir íslensku, stærðfræði og ensku en 4. og 7. bekkir

íslensku og stærðfræði.

5. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir ágúst 2009.

• Aðlögun milli deilda er lokið og hafa 9 börn fært sig af Dropanum (yngri

deild) yfir á Regnbogann (eldri deild).

• 3 ný börn hafa byrjað á Regnboganum í ágúst og september og eru

þar núna 24 börn samtímis. Ný börn á Dropanum sem hafa byrjað hjá

okkur í ágúst – september eru 9 og heildarfjöldi þar er núna 13 börn,

samtals 37 börn á leikskólanum öllum og stefnir í fjölgun frá síðasta

skólaári.

• Unnur Tedda Þorgrímsdóttir nýr starfsmaður byrjaði hjá okkur í ágúst

og einnig byrjaði Bergrós Ólafsdóttir talmeinafræðingur hjá okkur í 10%

starfi. Unnur Tedda er starfsmaður á Dropanum og Bergrós verður hjá

okkur annan hvern fimmtudag og sinnir greiningu og talkennslu barna

sem þess þurfa.

• 20. ágúst fóru nokkrir starfsmenn leikskólans á kynningu á

Staðardagskrá 21 hjá Hvalfjarðarsveit.

• Viðbragðáætlun Skýjaborgar vegna inflúensu kom út 1. september og

á að vera aðgengileg öllum á vefnum skyjaborgin.is og útprentuð á

kaffistofu starfsmanna.

• Leikskólinn hefur sótt um hjá Landvernd að verða ,,skóli á grænni

grein” en það er fyrsta skrefið til að verða Grænfánaleikskóli.

• Við erum að hefja vinnu við endurskoðun á skólanámskrá Skýjaborgar

og var starfsmannafundur í september nýttur í þá vinnu. Við munum

nota starfsdaga, starfsmannafundi og einstaklingsvinnu þ.e.

undirbúningstíma starfsfólks og stefnum á að vera með tilbúna

námsskrá í janúar. Vinnan sem við erum í núna snýr að endurmati á

núverandi námskrá, kynningu og fræðslu til starfsfólks. Umsókn okkar í

Grænfánaverkefnið mun lita okkar námskrá og umhverfisvinna koma

inn í allt starf.

6. Bréf sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar, dags. 11. ágúst 2009, er varðar hækkun á matargjaldi í leik- og grunnskóla 2009-2010, lagt fram til kynningar.

• Lagt fram til kynningar.

7. Afgreiðslur sveitarstjórnar frá 12. ágúst 2009, er varða skólamál, lögð fram.

• Lagt fram.

8. Önnur mál.

• Umræður urðu um námsefnakynningar í Heiðarskóla.

• Umræður um gæslu í skólarútum. Fræðslu og skólanefnd leggur til við

sveitastjórn að gerð verði tilraun með gæslu í rútu á Akrafjallsleið

vestur vegna vandamála sem þar hafa komið upp.

 

Fundi slitið kl 18.23

 

Hlynur Sigurbjörnsson

Valgerður Jóna Oddsdóttir

Lára Ottesen

Arna Arnórsdóttir

Bjarni Jónsson

Efni síðunnar