Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

35. fundur 08. janúar 2009 kl. 17:45 - 19:45

Hlynur M. Sigurbjörnsson, Haraldur Magnússon í forföllum Bjarna Jónssonar, Valgerður Jóna Oddsdóttir, Þórdís Þórisdóttir og Lára Ottesen sem ritar fundargerð.

Auk þeirra Dóra Líndal aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla, Sigríður Lára Guðmundsdóttir fulltrúi kennara Heiðarskóla, Sigurður Sigurjónsson skólastjóri Skýjaborgar,

Guðný Kristín Guðnadóttir fulltrúi foreldra Skýjaborgar, María Hlín Eggertsdóttir fulltrúi foreldraráðs Heiðarskóla

Dagskrá liggur fyrir í 8 liðum

1 Setning fundar.

2. Formaður fer yfir fundargerð 34. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 3. des. 2008.

3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir desember 2008.

4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir desember 2008.

5. Undanþágubeiðni um inntöku barns yngri en 18 mánaða í leikskólann Skýjaborg, bréf dags. 2. janúar 2009.

6. Umsókn um flutning nemanda úr Heiðarskóla í Brekkubæjarskóla á Akranesi, bréf dags. 15. des. 2008.

7. Afgreiðslur sveitarstjórnar frá 9. desember 2008, er varða skólamál, lagðar fram.

8. Önnur mál.

Fundargerð

1. Setning fundar.

• Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

2. Formaður fer yfir fundargerð 34. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 3. des. 2008.

• Athuga hvort sveitafélagið eigi að taka þátt í kostnaði grunnskólabarna sem stunda nám í framhaldsskóla.

• Varðandi systkina afslátt á leikskólann. Gerð var könnun í nágrannasveitarfélögunum og við komum vel út í þeim samanburði.

3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir desember 2008.

• Desembermánuður leið fljótt og vel af sinni alkunnu snilld. Miðvikudaginn 3 des fengum við námskeið um vinnuvernd frá Vinnueftirlitinu, þeir hafa boðið upp á ókeypis námskeið sem eru mjög gagnleg á þessum síðustu og verstu tímum.

• Hluti af starfsfólki Heiðarskóla mætti á jólahlaðborð Hvalfjarðarsveitar og skemmti sér vel.

• 16. des sátu stjórnendur fund með sveitarstjóra, byggingarfulltrúa og bókara þar sem farið var yfir fjárhaginn og mögulegan niðurskurð í fjárútlátum.

• Síðasta vikan fyrir jól einkenndist af hefðbundnum jólaundirbúningi, nemendur og starfsfólk gerðu póstpoka og hengdu upp síðan fengu þeir kort í pokann.  Stofur voru skreyttar svo og gangar og hol. Litlu jólin voru haldin föstudaginn 19. des sem jafnframt var síðasti vinnudagur fyrir jólaleyfi. Skólanum var skipt í 2 stig og sama dagskráin var keyrð í bæði skiptin; dansað í kringum jólatréð og sungið. Húsbandið lék fyrir jóladansi, jólasveinar komu á yngra stigið í fylgd foreldra sinna þeirra Grýlu og Leppalúða. Síðan átti hver bekkur notalega stund með sínum umsjónarkennara þar sem gjarna var lesið og leikið sér, spjallað og póstpokarnir opnaðir, að lokum var hátíðarmatur í matsal þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir póstpoka, einhver var heppinn

að fá “möndlu” í ísinn sinn og yngri börnin tóku þátt í umferðargetraun.

• Starfsfólk mætti á nýju ári mánudaginn 5. janúar og hófst árið á skipulagsdegi. Nemendur mættu þriðjudaginn 6. janúar.

• Einn nemandi 10. bekkjar hefur fært sig í Brekkubæjarskóla.

Brýnt hefur verið fyrir öllu starfsfólki skólans að hjálpast að við að finna leiðir til sparnaðar og munum við öll hjálpast að við að halda vel um fjármagn eins og kostur er

4. .Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir desember 2008.

• 4. desember var árlegur piparkökubakstursdagur. Allir mættu með svuntur og einhverjir með kökukefli og bakaðar voru ljúffengnar piparkökur fyrir mömmu og pabba.

• 12. desember var jólaball og jólamatur hjá okkur. Jólasveininn kom í heimsókn og gerði mikla lukku.

• 16.desember buðu börnin foreldrum sínum í jólakaffi/kakó. Mætingin var góð og við áttum notalega stund, börn, foreldrar, starfsfólk og aðrir gestir. 

Við erum mjög þakklát foreldrum fyrir að koma þá daga sem þeim er sértaklega boðið til okkar, það sýnir okkur að foreldrar vilja taka þátt í name barna sinna.

• Elmar talkennari og Dagný iðjuþjálfi hafa verið að vinna í að skoða barnahópinn og gera þær athuganir og greiningar sem þarf og við tekur svo vinna með þá einstaklinga sem þess þurfa. Dagný er nú að ganga frá málum sinna skjólstæðinga því að hún er að fara í veikindaleyfi og síðan barnsburðarleyfi.

• Sara Margrét hefur verið í sumarfríi í desember og fyrstu dagana í janúar, kemur aftur til vinnu 14. Janúar.

• Birna Rún Ragnarsdóttir nýr starfsmaður byrjar 9. janúar en Andrea yfirgaf okkur um síðustu mánaðarmót. Við þökkum Andreu fyrir ánægjulegt og gott samstarf og bjóðum Birnu Rún sérstaklega velkomna í hópinn.

• Nýtt barn byrjaði hjá okkur í janúar. Tvö börn sem verða 18 mánaða í janúar og febrúar hafa afþakkað leikskólapláss og eitt barn hættir á Regnboganum vegna flutnings.

• Jólatíminn var einstaklega rólegur hjá okkur en 8 börn mættu dagana frá 23. desember 2008 til 2. janúar 2009. Allt sett svo á fullt 5. Janúar þegar flestir voru búnir að jafna sig eftir gott frí.

• Við hér á leikskólanum þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári og óskum ykkur velfarnaðar á nýju spennandi ári 2009.

5. Undanþágubeiðni um inntöku barns yngri en 18 mánaða í leikskólann Skýjaborg, bréf dags. 2. janúar 2009.

• Beiðnin samþykkt samhljóða, enda liggur fyrir að pláss er til staðar og starfsfólk nægt til að sinna viðkomandi.

6. Umsókn um flutning nemanda úr Heiðarskóla í Brekkubæjarskóla á Akranesi, bréf dags. 15. des. 2008.

• Fræðslu- og skólanefnd leggur til við sveitastjórn að gerður samningur við Akraneskaupstað um skólagöngu nemandans í Brekkubæjarskóla.

7. Afgreiðslur sveitarstjórnar frá 9. desember 2008, er varða skólamál, lagðar fram.

• Lagt fram.

8. Önnur mál.

• Þórdís upplýsti okkur um viðhorfakönnunina og hver staða þeirra mála er. Könnunin verður framkvæmd í janúar eða febrúar.

• Umræður urðu um hversu langur opnunartími leikskólans er. Nefndin telur ekki æskilegt að stytta þann tíma til kl.16. eins og verið er að gera í nokkrum sveitafélögum.

• Trúnaðarmál nr. 2.

 

Fundi slitið kl. 19:00

 

Hlynur Sigurbjörnsson Valgerður Jóna Oddsdóttir

Lára Ottesen Þórdís Þórisdóttir

Bjarni Jónsson

Efni síðunnar