Fara í efni

Fjölskyldunefnd 2009-2015

48. fundur 25. mars 2015 kl. 16:30 - 18:30

Ása Helgadóttir formaður, Helgi Pétur Ottesen varaformaður, Jónella Sigurjónsdóttir 

ritari, Margrét Magnúsdóttir aðalmaður, Ragna Kristmundsdóttir 2. varamaður og 

Arndís Halla Jóhannesdóttir embættismaður.

 

Arndís Halla Jóhannesdóttir  félagsmálastjóri, ritaði fundargerð.

1.   1502025 - Reglur um akstursþjónustu.

 

Til samþykktar

 

Reglur um akstursþjónustu lagðar fyrir nefndina til samþykktar. Nefnin 

samþykkir reglurnar. Vísað til sveitastjórnar til samþykktar.

 

2.   1405006 - Reglur um félagslega heimaþjónustu

 

Til samþykktar.

 

Reglur um félagslega heimaþjónustu lagðar fyrir nefndina til samþykktar. 

Nefndin samþykkir reglurnar. Vísað til sveitastjórnar til samþykktar.

 

3.   1502023 - Reglur um fjárhagsaðstoð.

 

Til samþykktar

 

Umræður um reglurnar. Félagsmálastjóra falið að kanna 

viðmiðunarupphæðir.

 

4.   1502024 - Reglur um liðveislu.

 

Til samþykktar

 

Reglur um félagslega liðveislu lagðar fyrir nefndina til samþykktar. 

Nefndin samþykkir reglurnar. Vísað til sveitastjórnar til samþykktar.

 

5.   1503024 - Opið hús eldri borgara.

 

Á.H og M.M viku af fundi meðan máið var tekið fyrir. Félagsmálastjóra 

falið að taka saman kostnað vegna opins húss eldri borgara. Málið verður 

tekið til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar. 

 

6.   1502029 - Vatnsleikfimi eldri borgara.

 

Samningur við starfsmann og fyrirkomulag.

 

Lagt er til að halda óbreyttu fyrirkomulagi í vatnsleikfimi eldri borgara út 

maí 2015.

 

7.   1503005 - Ester matstæki

 

Félagsmálastjóri kynnti Ester matstæki og námskeið sem eru fyrirhuguð 

hjá félagsmálastjóra vegna þess.

 

8.   1503033 - Persónuleg ráðgjöf og tilsjón.

 

Félagsmálastjóri kynnti hvað felst í persónulegri ráðgjöf og tilsjón.

 

9.   1503004 - Trúnaðarmál

 

Fært í fundargerðarbók.

 

10.   1503043 - Stefnumótun fjölskyldunefndar.

 

Stefnumótunarvinna - kynning.

 

Stefnumótunarvinna fjölskyldunefndar kynnt.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:45 .

Efni síðunnar