Fara í efni

Fjölskyldunefnd 2009-2015

46. fundur 14. janúar 2015 kl. 16:30 - 18:30

Ása Helgadóttir formaður, Helgi Pétur Ottesen varaformaður, Jónella Sigurjónsdóttir 

ritari, Margrét Magnúsdóttir aðalmaður og Pétur Svanbergsson aðalmaður.

 

Arndís Halla Jóhannesdóttir  félagsmálastjóri, ritaði fundargerð.

1.   1501023 - Opið hús eldri borgara-fyrirkomulag

 

Stefnumótun varðandi opnið hús hjá eldri borgurum.

 

Félagsmálastjóri og formaður fjölskyldunefndar vinna drög að stefnumótun 

á fyrirkomulagi á opnu húsi fyrir næsta fund.

 

2.   1501024 - Sundleikfimi fyrir eldri borgara

 

Stefnumótun varðandi sund fyrir eldri borgara

 

Félagsmálastjóri og formaður fjölskyldunefndar vinna drög að stefnumótun.

 

3.   1501025 - Akstur hjá starfsfóli heimaþjónustu.

 

Stefnumótun varðandi akstur hjá starfsfólki heimaþjónustu.

 

Félagsmálastjóri og formaður fjölskyldunefndar vinna drög að stefnumótun.

 

4.   1501026 - Þjónustusamningar-heimaþjónusta eldri borgara.

 

Kynna þjónustusamninga vegna heimaþjónustu eldri borgara.

 

Félagsmálastjóri kynnti þjónustusamning um félagslega heimaþjónustu hjá 

Hvalfjarðarsveit.

 

5.   1501027 - Forvarnarstarf

 

Kanna þörf á forvarnarstarfi og hvers kyns forvarnarstarf væri hentugt núna 

fyrir íbúa Hvalfjarðarsveitar.

 

Umræður, hugmynd kom m.a. um að fá fyrirlestur um slysahættu hjá eldri 

borgurum. Formaður fjölskyldunefndar hefur samband og verður í 

samvinnu við formann fræðslu- og skólanefndar.

 

6.   1501022 - Reglur um fjárhagsaðstoð-félagslega heimaþjónustuliðveislu.

 

Yfirfara reglur um fjárhagsaðstoð.

Yfirfara reglur um félagslega heimaþjónustu.

Ræða um að útbúa reglur um liðvelsu.

 

Reglur um fjárhagsaðstoð: Lásum yfir reglurnar að 15.grein og gerðum 

athugasemdir. Ákveðið að halda áfram vinnunni á næsta fundi.

Reglur um félagslega heimaþjónustu: Lásum yfir reglurnar, komum með 

athugsemdir. Leiðréttingar verða gerðar.

Reglur um liðveislu: Félagsmálastjóra falið að vinna að reglum um liðveislu 

og leggja fyrir nefndina.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:40 .

Efni síðunnar