Fjölskyldunefnd 2009-2015
Halldóra Halla Jónsdóttir, Hannesína Ásgeirsdóttir, Ragna Björg Kristmundsdóttir. Margét Magnúsdóttir, einnig sat fundinn Karl Marinósson félagsmálastjóri sem ritaði fundargerð. Stefán Ármannsson boðaði forföll
1. Liðveisla, fyrir íbúa Herdísarholts, niðurstöður um könnun hvernig til hefur tekist með liðveisluna lagðar fram. Samþykkt að hámarksfjöldi liðveilsutíma verði 4 klst. í viku fyrir hvern einstakling.
Ennfremur samþykkt að liðveitendur skili dagbók mánaðarlega til félagmálastjóra um verkefni mánaðarins.
2. Liðveisla, hámarks akstur í liðveislu fatlaðra íbúa í Herdísarholti. Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu að greiða 210 km á mánuði fyrir hvern einstakling.
Margrét Magnúsdóttir vill bóka að hún vilji að hver einstaklingur taki þátt í akstrinum.
Halldóra Halla Jónsdóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir meðhöndlun liða 1 og 2.
3. Nýting Hvalfjarðarsveitar á Skagastöðum, virknimiðstöð Vinnumálastofnunar og Akranesbæjar.
Samþykkt að nýta boð Akranesbæjar fyrir ungmenni í Hvalfjarðarsveit sem hafa ekki rétt á atvinnuleysisbótum, Greiða skal kr. 36.000 á mánuði fyrir hvern einstakling.
4. Rætt um vatnsleikfimi eldra fólks frá hausti 2013. Félagsmálastjóra falið að ræða við skólastjóra Heiðarskóla um málið.
5. Rætt um sumarafleysingar i heimaaðstoð Hvalfjarðarsveitar.
6 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók
Fundi slitið kl. 20.30
Halldóra Halla Jónsdóttir,
Hannesína Ásgeirsdóttir,
Ragan Björg Kristmundsdóttir,
Margret Magnúsdóttir