Fjölskyldunefnd 2009-2015
Ragna Kristmundsdóttir, Hannesína Ásgeirsdóttir, Margrét Magnúsdóttir og Sævar Finnbogason sem ritar fundargerð.
Auk þeirra sat Karl Marinósson félagsmálastjóri. fundinn
1.Setning fundar.
Formaður setur fundinn.
2.Kynning á samningi við Akraneskaupstað vegna þjónustu við fatlaða (vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.
Formaður og Félagsmálastjóri kynna samninginn. Nefndin gerir ekki athugasemdir við samninginn
3.Umræður um næstu skref varðandi opin hús í Hvalfjararsveit.
Nefndin felur formanni að hafa samband við stjórnendur í Heiðarskóla og kanna möguleika á samstarf með nemendum í Heiðarskóla .
4.Umfjöllun um drög að manauðsstefnu Hvalfjarðarsveitar.
Nefndin beinir eftirfarandi til þeirra sem halda utan um gerð mannauðstefnu. Nefndin gerir ekki efnislegar athugasemdir við þau markmið sem koma fram í mannauðsstefnunni en leggur til að haft verið að leiðarljósi að markmið séu sem mælanlegust. Undir 6. lið teljur nefndin heppilegt að vísa beint í jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar. Undir 9. lið leggjum við til að allir skuli hafa tækifæri til þess að sækja í það minnsta eitt námskeið á ári vegna starfs síns á kostnað sveitarfélagsins. Skýra þarf hvað átt er við með síðustu setningu 14. gr. um starfslok. Nefdin telur nauðsynlegt að skylgreina umsjónaraðila með mannauðsstefnunni. Nefndin leggur einnig til að stefnan sé sem styðst- og gagnorðust.
5.Umræður um reglur vegna innheimtu á vangoldnum fæðis- og skólagjöldum, eftir umsögn fræðslu- og skólanefndar
Nefndin kemur verklagsreglum með viðbættum tillögum frá Fræðslu- og skólanefnd áfram til sveitarstjóra.
6.Önnur mál.
Félagsmálastjóri upplýsti nefndina um stöðu mála.
Fundi slitið kl. 20:00
Ragna Kristmundsdóttir,
Hannesína Ásgeirsdóttir,
Margrét Magnúsdóttir
Sævar Finnbogason sem ritar fundargerð.