Fjölskyldunefnd 2009-2015
Sævar Ari Finnbogason, formaður (sem ritaði fundargerð í tölvu), Sara Margrét Ólafsdóttir, Halldóra Halla Jónsdóttir, Hannesína Ásgeirsdóttir og Ragna Kristmundsdóttir. Einnig sat fundinn Karl Marinósson félagsmálastjóri.
1. Jafnréttisáætlun Hvalfjarðarsveitar
Fjölskyldunefnd fór yfir allar innsendar athugasemdir vegna jafnréttisáætlunar og vann úr því endanlega texta sem nú verður sendur til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
2. Erindi frá Umboðsmanni barna varðandi leikskólagöngu barna og vanskil
Sara Margrét sagði frá hugmyndum leikskólastjóra og aðstoðar-leikskólastjóra varðandi þetta og fjölskyldunefnd ákveður að óska eftir skriflegri tillögu frá þeim fyrir næsta fund.
3. Erindi frá velferðarvaktinni um aðgæslu við ákvarðanir teknar í hagræðingarskyni
Frestað
4. Fjárhagsáætlun 2011 til umfjöllunar
Lagt fram
5. Trúnaðarmál
Eitt trúnaðarmál bókað í trúnaðarmálabók
6. Önnur mál
6.1 - Umræða um framfærsluviðmið. Fjölskyldunefnd ætlar að fylgjast með umræðunni í öðrum sveitarfélögum um framfærsluviðmið sem nú á sér stað og taka málið upp á næsta fundi.
6.2 - Karl bauð nefndarmenn velkomna á málþing Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi
6.3 – Rætt um framkvæmd opna húsins 8. Nóv.
Fundi slitið. 19:29