Fjölskyldunefnd 2009-2015
Stefán Ármannsson, Hannessína Ásgeirsdóttir, Sigrún Sigurgeirsdóttir og Sara Margrét Ólafsdóttir. Einnig sat fundinn Karl Marinósson félagsmálastjóri.
Stefán setti fundinn, bauð nefndarmenn velkomna og var síðan gengið til
dagskrár.
1. Lögð fram beiðni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra um styrk eða
greiðslu vegna dvalar fatlaðs einstaklings í sumardvöl í Reykjadal
sumarið 2009, kr. 69.800. Samþykkt
2. Lögð fram drög að jafnréttisáætlun Hvalfjarðarsveitar. Samþykkt að
senda drögin til umsagnar til skólastjóra Heiðarskóla og Skýjaborgar og
sveitarstjóra. Félagsmálastjóra falið að efna til fundar með þessum
aðilum í lok september til frekari vinnslu um áætlunina.
3. Trúnaðarmál. Færð í trúnaðarmálabók.
4. Önnur mál
Farið yfir stöðuna um yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga.
Fleira gerðist ekki. Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl.19.00.
Stefán Ármannsson
Sigrún Sigurgeirsdóttir
Valdís Heiðarsdóttir
Sara Margrét Ólafsdóttir.
Hannessína Ásgeirsdóttir