Fara í efni

Siðareglur starfsfólks Hvalfjarðarsveitar

Almennar siðareglur starfsfólks

 
  1. Starfsfólk Hvalfjarðarsveitar starfar fyrst og fremst í þágu íbúa sveitarfélagsins og er því skylt að setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum, hvort heldur er sínum eigin eða einstakra hagsmunafla.
  2. Hlutverk hlutverk starfsmanna sveitarfélagsins er að veita kjörnum fulltrúum Hvalfjarðarsveitar ráðgjöf og annast framkvæmd á ákvörðunum sem þeir taka fyrir hönd íbúa sveitarfélagsins.  
  3. Yfirmenn, sem taka ákvarðanir eða gera tillögur um ráðningu á starfsfólki, skulu ávalt gæta fagmennsku og persónulegs hlutleysis í hvívetna og forðast að láta skyldleika, vensl, vinskap eða stjórnmálaskoðanir ráða ákvörðun sinni sbr. ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
  4. Starfsfólk, sem tekur ákvarðanir um kaup á vörum og þjónustu fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar skal ávallt gæta hagsmuna sveitarfélagsins og persónulegs hlutleysis við val á viðskiptaaðilum.
  5. Starfsfólki ber gæta gagnsæis í vinnubrögðum og veita almenning upplýsngar um starfshætti og rekstur sveitarfélagsins, en þó skal það gæta trúnaðar gagnvart öllum óviðkomandi um málefni einstaklinga og upplýsingar um einkahagi fólks, er það verður áskynja um í starfi, sbr. ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.
  6. Starfmenn skulu sýna trúnað gagnvart vinnuveitanda sínum og gæta þagmælsku um það sem þeir verða áskynja og varðar persónulega hagi umbjóðenda, viðskiptavina eða samstarfsmanna.