Fara í efni

Skipulagslýsing fyrir aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 12. nóvember 2019 að auglýsa kynningu á skipulagslýsingu fyrir aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar sbr. skipulagslög nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

 Tillaga að breytingu á aðalskipulagi mun fela í sér að hluta opna svæðisins í landi Dragháls til sérstakra nota verður breytt í landbúnaðarland. Vatnsaflsvirkjanir með rafafl að hámarki 200 kW eru heimilar á skilgreindum landbúnaðarsvæðum, að undanskildum þeim svæðum sem eru á náttúruminjaskrá eða falla undir ákvæði 37. gr. laga um náttúruvernd.

 Skipulagslýsingin  er  unnin samkvæmt 1. mgr. 30. gr., 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í lýsingunni eru settar fram áherslur og forsendur fyrir breytingu aðalskipulags og gerð deiliskipulags auk þess er gerð grein fyrir skipulagsferlinu.

Framkvæmdin fellur undir 3.23. tl. í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Draghálsvirkjun-teikningar.
Draghálsvirkjun-deiliskipulag-greinargerð, tillaga.
Draghálsvirkjun-skipulag og matslýsing.

 Athugasemdum skal skilað til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, 301 Akranesi, eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is merkt ”lýsing aðalskipulag” fyrir 31. desember 2019.

 Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Bogi Kristinsson Magnusen