Fara í efni

Kynning á breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar. Skipulagslýsing-Móar

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 11. febrúar 2020  að auglýsa skipulagslýsingu samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland í gildandi aðalskipulagi. Tillaga að aðalskipulagsbreytingu þar sem hluti svæðisins verður skilgreindur sem verslunar-og þjónustusvæði, samhliða er unnin tilllaga af deiliskipulagi fyrir svæðið.

 Með skipulagslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum aðalskipulagsbreytinga.

 Kynningarfundur verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar föstudaginn 28.febrúar á milli 10:00 – 12:00.

 Athugasemdum/ábendingum skal skilað til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, 301 Akranesi, eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is ” merkt Móar”  fyrir 27.mars   2020.


Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Bogi Kristinsson Magnussen