Kynning á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032
Kynning fimmtudaginn 25. nóvember nk., föstudaginn 26. nóvember nk. og mánudaginn 29. nóvember nk., frá kl. 15:00-18:00 alla dagana.
Fylgja skal gildandi takmörkunum varðandi Covid-19.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt að skipulagstillaga Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan samanstendur af forsenduhefti, umhverfisskýrslu, greinargerð, skipulagsuppdrætti fyrir þéttbýlin Krossland og Melahverfi ásamt sveitarfélagsuppdrætti.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 tekur við af Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. Í nýja aðalskipulaginu er stuðlað að hagkvæmri þróun byggðar á svæðinu, m.a. með því að skapa sem best skilyrði fyrir atvinnuuppbyggingu og blómlegt mannlíf til að gera búsetu á svæðinu eftirsóknarverða. Áfram verður stuðlað að öflugum landbúnaði, áframhaldandi fjölbreyttri iðnaðarstarfsemi og fjölbreyttum atvinnutækifærum s.s. við ferðaþjónustu, skógrækt, umhverfisvernd og heilsueflandi starfsemi.
Greinargerð Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032
Þéttbýlisuppdráttur Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032
Sveitarfélagsuppdráttur Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032
Tillaga að Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032
Kynningarmyndband með leiðbeiningum og skýringum
Glærumyndband með tali
Skipulagsgögnin eru aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins; https://www.hvalfjardarsveit.is/is/thjonusta/skipulagsmal/skipulag-i-kynningu-1
Aðalskipulagið er enn á vinnslustigi en nú gefst íbúum og öðrum hagsmunaaðilum kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir áður en tillagan fer í formlegt auglýsingaferli.
Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum rennur út mánudaginn 6. desember 2021 og skal skilað skriflega á netfangið adalskipulag@hvalfjardarsveit.is eða með bréfpósti stílað á skipulags- og umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranesi.
Kynningafundur verður auglýstur síðar.
Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar