Liðveitendur og persónulegir ráðgjafar óskast fyrir börn
Félagsþjónusta Hvalfjarðarsveitar auglýsir eftir einstaklingum til starfa sem liðveitendur og persónulegir ráðgjafar fyrir börn og unglinga. Við leitum að einstaklingum sem náð hafa 18 ára aldri, óháð kyni.
Um er að ræða hlutastörf, yfirleitt seinnipart dags og/eða um helgar og er því tilvalið sem aukastarf með námi eða öðru starfi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Félagsleg liðveisla er veitt börnum með fötlun og hefur það markmið að veita persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun til dæmis til þess að njóta menningarlífs, félagslífs og tómstunda ásamt því að auka félagsfærni viðkomandi. Persónulegur ráðgjafi hefur svipað hlutaverk og liðveitandi og er úrræði skv. barnaverndarlögum.
Umsókn um starf má finna á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar: https://www.hvalfjardarsveit.is/is/stjornsysla/eydublod/umsokn-um-atvinnu
Nánari upplýsingar veitir Freyja Þöll Smáradóttir, félagsmálastjóri í síma 433-8500 eða á netfanginu felagsmalastjori@hvalfjardarsveit.is