Fara í efni

Ása Líndal ráðin frístundafulltrúi

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt að ráða Ásu Líndal Hinriksdóttur í nýtt starf frístundafulltrúa.

 

Ása er uppeldis og menntunarfræðingur og tók tómstundafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands.

 

Frá árinu 2011 hefur Ása unnið sem deildastjóri Frístundar í Grundaskóla á Akranesi.

Ása er gift Guðráði Gunnari Sigursyni sölustjóra og eiga þau þrjú börn á aldrinum 12-18 ára.

 

Ása mun hefja störf 3. apríl nk. og er hún hér með boðin velkomin til starfa.

 

 

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið frístundafulltrúa eru m.a. þessi:

• Umsjón og skipulag frístundastarfs fyrir alla aldurshópa.

• Umsjón með rekstri íþróttamannvirkja og félagsmiðstöðvar.

• Skipulag og umsjón leikjanámskeiða og vinnuskóla.

• Viðburðastjórnun og kynningarstarf.

• Mótun og skipulagning forvarnarstarfs.

 

 

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.