Abler - íþrótta- og tómstundastyrkur
Hvalfjarðarsveit hefur gert samning við Abler ehf. um notkun Hvata styrkjakerfis ásamt skráningar- og greiðslukerfinu Abler (áður Sportabler).
Abler er kerfi sem er ætlað þjálfurum, iðkendum, foreldrum, forráðamönnum og öðru starfsfólki. Abler einfaldar skipulag, samskipti, greiðslur og yfirsýn.
Notkun kerfisins virkar þannig að þegar forráðamenn skrá barn til þátttöku í íþrótt eða tómstund þarf að haka við kassann „nota hvatagreiðslur“ en við það lækkar fjárhæð æfinga- og þáttökugjalda um þá fjárhæð sem nemur inneign árlegs tómstundastyrks fyrir barnið. Reglur um íþrótta- og tómstundastyrki Hvalfjarðarsveitar má finna hér reglur-um-ithrotta-og-tomstundastyrki-hvalfjardarsveitar-2023.pdf
Íbúar í Hvalfjarðarsveit geta nýtt íþrótta- og tómstundastyrk þegar greitt er fyrir barn/ungmenni í gegnum Abler.
Hægt er að skrá sig inn í kerfið í gegnum vef, sjá slóð https://www.abler.io/home/is/ eða snjallsímaforrit.
iPhone https://apps.apple.com/us/app/abler/id1338893457
Android https://play.google.com/store/apps/details?id=com.sportabler.client
Nánari upplýsingar gefur Ása Líndal Hinriksdóttir, frístunda- og menningarfulltrúi. Netfang fristund@hvalfjardarsveit.is