Fara í efni

Afhjúpun söguskiltis á Uppstigningardag

Á Uppstigningardag, fimmtudaginn 9. maí nk. kl. 13 mun Jón Allansson, deildarstjóri við Byggðasafnið í Görðum, afhjúpa söguskilti við Hléseyjarveg, beygt er frá Grundartangavegi inná Hléseyjarveg.

Skiltið er það fimmta í röðinni í verkefninu „Merking sögu- og merkisstaða í Hvalfjarðarsveit".

Á skiltinu er fjallað um kafbátagirðingu bandamanna sem lá á botni Hvalfjarðar í seinni heimsstyrjöldinni, Katanesdýrið og hvalbein í Akrafjalli.

Að afhjúpun lokinni verður boðið upp á veitingar á Byggðasafninu í Görðum á Akranesi þar sem hvalbeinin eru varðveitt. Safnið veitir jafnframt einstaka innsýn í liðna tíma með fjölbreyttum sýningum fyrir alla aldurshópa.

Öll velkomin.