Fara í efni

Leirá – Breyting á Aðalskipulagi 2020 - 2032

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 27.mars 2024 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í landi Leirár í Hvalfjarðarsveit.
Svæðið sem breytingin nær til er úr landi Leirár (L133774) og er um 123,7 ha að stærð. Áætlað er að 38,8 ha svæði verði skilgreint sem skógræktar- og landgræðslusvæði. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði F2 og frístundabyggðarsvæði F36 í gildandi aðalskipulagi. Áætlun fellur undir lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 í Viðauka 1, lið 1.01.

Skipulagslýsingin er til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit frá og með 3. – 17. maí 2024.

Skipulagslýsing - Leirá

Skipulagsgögn eru einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins https://www.hvalfjardarsveit.is  og í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is

Kynningarfundur verður auglýstur síðar á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.

Hverjum þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.
Frestur til að skila inn athugasemdum er 17. maí 2024.

Skila skal inn skriflegum athugasemdum, rafrænt í gegnum Skipulagsgátt, www.skipulagsgatt.is eða með bréfpósti á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, stílað á skipulagsfulltrúa, Innrimel 3, 301 Akranesi.

Skipulagsfulltrúi Hvalfjarðarsveitar