Menningarveisla í Safnahúsi Borgarfjaðrar

Menningarveisla í Safnahúsi Borgarfjaðrar

Fimmtudagur, 12. nóvember 2015 - 20:00 to Laugardagur, 21. nóvember 2015 - 22:00
Helstu viðburðir í Safnahúsi á næstunni
 
Sagnakvöld - kynning á nýju efni úr héraði 
Fimmtudaginn 12. nóv. kl. 20.00. 
Þá hló Skúli - ævisaga Skúla Alexanderssonar eftir Óskar Guðmundsson 
Undir Fíkjutré - saga af trú, von og kærleika eftir Önnu Láru Steindal 
Sindur - ljósbrot frá eyðibýli eftir Ólöfu Þorvaldsdóttur 
Soffía Björg Óðinsdóttir flytur eigin tónlist 
 
Fyrirlestur/bókarkynning 
Laugardaginn 14. nóv. kl. 11.00 
Kynnt verður bókin Utangarðs? Ferðalag til fortíðar, eftir Halldóru Kristinsdóttur 
og Sigríði H. Jörundsdóttur. Myndskreytingar eru eftir Halldór Baldursson. Höfundar 
kynna. Sérstaklega verður sagt frá Svani Jónssyni frá Grjóteyrartungu og Kristínu 
Pálsdóttur frá Eystri-Leirárgörðum sem var víða í Borgarfirði, m.a. á Gilsbakka. 
 
Leikið með strik og stafi - sýning Bjarna Guðmundssonar 
Opnun laugardaginn 21. nóv. kl. 13.00 
Bjarni er að góðu kunnur fyrir merk störf sín á sviði þjóðmenningar. Sýningin ber nafnið 
„Leikið með strik og stafi“ og þar sýnir hann dægradvöl sína; verk sem hann kallar 
myndyrðingar. Sýningin verður opin til 20. janúar, þennan dag verður opið til kl. 16.00. 
 
Hlökkum til að sjá ykkur !
Starfsfólk Safnahúss
 
Aðgangur að viðburðum er ókeypis en söfnunarbaukur á staðnum.
Verði eitthvað að veðri verður tilkynning á www. safnahus.is

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.
By submitting this form, you accept the Mollom privacy policy.