Menningar- og atvinnuþróunarnefnd

Númer fundar: 

42

Dagssetning fundar: 

Fimmtudagur, 8. júní 2017

Tími fundar: 

17:45

Mættir:: 

Áskell Þórisson, Brynja Þorbjörnsdóttir, Brynjólfur Sæmundsson, Ingibjörg Halldórsdóttir, og Ása Líndal  Hinriksdóttir, frístundafulltrúi.

Fundargerð: 

1. Hátíðarhöld á Þjóðhátíðardaginn 17. júní 2017.
Ása Líndal fór yfir og kynnti fyrir nefndinni drög að dagskrá hátíðarhalda í tilefni Þjóðhátíaðrdagsins 17. júní nk.
 
2. Hvalfjarðardagar 2017
Nefndarfólk og Ása Líndal fóru yfir fjölmörg atriði er snerta undirbúning og framkvæmd Hvalfjarðardaga 25. – 27. ágúst 2017.
 
3. Málefni félagsheimila.
Erindi frá sveitarstjórn v/ félagsheimila.
Nefndin telur rétt að markaðssetning og bókanir vegna félagsheimila færist til skrifstofu sveitarfélagsins og að þrif allra húsanna verði á einni hendi. Þá vill nefndin árétta að nauðsynlegt sé að innan sveitarfélagsins sé til staðar félagsheimili í eigu sveitarfélagsins sem rúmi stærri samkomur íbúa og sé íbúum aðgengilegt á sanngjörnu verði.
 
 
Fleira ekki gert fundi slitið kl. 19:40