Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

Númer fundar: 

13

Dagssetning fundar: 

Miðvikudagur, 7. júní 2017

Tími fundar: 

15:00

Mættir:: 

Björgvin Helgason
Sara Margrét Ólafsdóttir
Sigurður Arnar Sigurðsson, sem ritar fundargerð
 
Guðný Elíasdóttir byggingarfulltrúi sat allan fundinn
Eyrún Jóna Reynisdóttir sat fundinn undir lið 1.
 

Fundargerð: 

1. Leiktæki og lóð Skýjaborgar
a. Farið var yfir tilboð í leiktæki og uppsetningu, lagt er til við sveitarstjórn að taka tilboði frá Jóhanni Helga & Co.
b. Farið var yfir tilboð í jarðvegsvinnu vegna lagfæringar á lóð Dropans. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tekið verði tilboði frá Vélaleigu Halldórs Sigurðssonar ehf.
 
Gert er ráð fyrir þessum framkvæmdum í viðhaldsáætlun ársins 2017 og eru þessi tilboð innan þess fjárhagsramma sem áætlaður var í þetta verk.  Farið verður í framkvæmdir við jarðvegsvinnu á þeim tíma sem leikskólinn lokar  í sumar og leiktæki verði sett upp strax í framhaldinu og með það að markmiði að framkvæmdinni verði lokið við upphaf nýs skólaárs.
 
2. Viðhaldsáætlun 2017
a. Farið var yfir stöðu verkefna á viðhaldsáætlun. Nefndin óskar eftir ítarlegri samantekt þar sem raunkostnaður verkþátta sé settur í skjalið til samanburðar við áætlun.
 
 
Fundi slitið kl: 16:00