Vinnuskólinn auglýsir eftir verkbeiðnum frá íbúum

Fimmtudagur, 14. júní 2018
Kæru íbúar Hvalfjarðarsveitar
 
Nú er sumarið komið vel á veg, grasið farið að spretta hér í Hvalfjarðarsveit og öflug sveit ungmenna að hefja störf í Vinnuskólanum.
 
Frá og með 18. júní næstkomandi og fram til 10. ágúst verðum við í því að snyrta opinber svæði sveitarinnar og garða einstaklinga sem leggja inn verkbeiðni hjá okkur. Í ár erum við sæmilega stór hópur og munum við gera okkar besta að taka á móti eins mörgum verkefnum og við getum.
 
Ef þið hafið áhuga á því að fá smá liðsauka við garðyrkjustörfin í sumar þá endilega hafið samband á vinnuskoli@hvalfjardarsveit.is eða í síma 843-4778 (Gunnar).
 
Vert er að taka fram að eldri borgarar hafa forgang hjá okkur ef einhver skörun verður, en auðvitað reynum við að klára öll verk.
Eigið gott sumar 
kveðja
Gunnar Birgir Stefánsson