Viðgerð á heitum potti í Heiðarborg

Föstudagur, 24. nóvember 2017
Síðustu daga hefur verið unnið að viðgerð á heitum potti í Heiðarborg. Ljóst er að viðgerðin er tímafrek og umfangsmikil og af þeim sökum verður heiti potturinn lokaður næstu daga. Þess er vænst að hægt verði að nota pottinn í lok næstu viku.
Í tengslum við viðgerðina verður sundlaugin í Heiðarborg lokuð laugardaginn 25. nóvember og mánudaginn 27. nóvember nk.
 
Tæknideild