Vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir Kross, Hvalfjarðarsveit – breyting á greinargerð.

Laugardagur, 18. febrúar 2017
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 24. janúar 2017 að auglýsa tillögu um breytingu á deiliskipulagi fyrir Kross. Tillagan er dagsett 17. janúar 2017 og lögð fram sem breyting á greinargerðinni. Breytingin felur í sér að ákvæði um þakhalla er fellt út úr skilmálum fyrir skipulagssvæðið.
 
Tillagan er auglýst samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Tillagan liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar. Tillöguna má einnig sjá á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is frá 18. febrúar til og með 22. mars 2017.
 
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 22. mars 2017 á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið skipulag@hvalfjarðarsveit.is
 
 
Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar.