Upplýsingabæklingur og félagsstarf eldri borgara haustið 2015

Fimmtudagur, 13. ágúst 2015

Upplýsingabæklingur eldri borgara er nú aðgengilegur á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar, hægt er að nálgast hann hér.

Opið hús mun vera á sínum stað í Fannahlíð þriðja miðvikudag í mánuði og er fyrsta Opna húsið miðvikudaginn 16.september kl.16.  Í vetur verður þeim sem eru 60-67 ára einnig boðið að taka þátt í Opna húsinu með okkur.

Vatnsleikfimin verður á mánudögum og fimmtudögum kl. 11:50 og verður fyrsti tíminn fimmtudaginn 3.september.  Kennari í vatnsleikfimi í vetur verður Helga Harðardóttir.  Eins og síðasta vetur er hægt að fá sér hádegismat í Heiðarskóla á fimmtudögum eftir sund gegn vægu gjaldi.

Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri í s.433-8500.