Ungmennaráð og Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar

Föstudagur, 15. mars 2019

Þann 5. mars sl. var haldinn sameiginlegur fundur Ungmennaráðs og sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.  Fundarmenn voru ánægðir með fundinn, framsöguerindi og kynning ungmenna var til fyrirmyndar og samtalið gott.  Ungmennaráðsfulltrúar sögðu frá Ungmennaþingi Vesturlands sem fram fór í nóvember sl. og fluttu erindi um helstu málefni og áherslur sínar.  Ætlunin er að halda þessu fundarformi áfram.  Fundargerð má finna hér.