Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Hótel Hafnarfjall, Hvalfjarðarsveit

Miðvikudagur, 21. september 2016
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 13. september 2016 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hótel Hafnarfjall. Deiliskipulagssvæðið er staðsett vestan Vesturlandsvegar og nær yfir lóðina Hafnarfjall 2. Deiliskipulagstillagan felur í sér skilgreiningu byggingarreita og byggingarskilmála fyrir stækkun hótels, starfsmannaíbúðir og smáhýsi á lóðinni.
Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð og mati á umhverfisáhrifum dags. 26. ágúst 2016.
 
Tillagan er auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Tillagan liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar. Tillöguna má einnig sjá á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is frá 22. september til og með 2. nóvember 2016.
Kynningarfundur verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar þriðjudaginn 4. október 2016 kl. 17:00 til 18:00
 
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 2. nóvember 2016 fyrir kl. 12.00 á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið skipulag@hvalfjarðarsveit.is
 
Skipulags og umhverfisfulltrúi
Hvalfjarðarsveitar