Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Kross, 1. áfangi, Hvalfjarðarsveit

Miðvikudagur, 20. desember 2017
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 13. desember 2017 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Kross, 1.áfanga. Deiliskipulagstillagan felur í sér að 5 einbýlishúsalóðum við Garðavelli 1,3,5,7 og 9 verði breytt í þrjár parhúsalóðir.
 
Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 27. nóvember 2017.
 
Tillagan er auglýst samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Tillagan liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar. Tillöguna má einnig sjá á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is frá 20. desember 2017 til og með 1. febrúar 2018.
 
Kynningarfundur verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar þriðjudaginn 9. janúar 2018 kl. 17:00 til 18:00
 
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 1. febrúar 2018 á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið skipulag@hvalfjarðarsveit.is
 
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Hvalfjarðarsveitar