Sundleikfimi eldri borgara

Föstudagur, 14. september 2018
Sundleikfimi fyrir 60 ára og eldri, byrjar mánudaginn 17. september nk. í Heiðarborg og verður alla mánudaga og fimmtudaga, frá kl. 11:50-12:30. 
Sigurður Þ. Sigurþórsson aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla verður með sundleikfimina í vetur.
 
Það þarf að skrá sig í sundleikfimina á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar í síma  433-8500 eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is
 
Matur er í Heiðarskóla á mánudögum og fimmtudögum fyrir þá sem eru í sundleikfimi.  Greiða þarf fyrir máltíðina.