Sundlaugin að Hlöðum-Sumarstarfsfólk óskast til starfa

Fimmtudagur, 21. maí 2015

Hvalfjarðarsveit óskar eftir að ráða þrjá starfsmenn til að annast umsjón með sumaropnun sundlaugarinnar að Hlöðum 2015. Tímabil: frá og með 12. júní til og með 30. ágúst.

Lýsing á starfinu: Starfið felur í sér allan daglegan rekstur, t.d. öryggisgæslu á útisvæði sundlaugar og í búningsklefum, þrif á búningsklefum og öðru húsnæði sundlaugar, uppgjör, eftirlit með hreinlæti og búnaði og þjónustu við gesti sundlaugarinnar.

Starfskröfur: Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri, hafa ríka þjónustulund og samstarfsvilja. Viðkomandi þarf að sækja próf fyrir sundlaugarverði sem haldið verður þann 6. júní nk. og æskilegt er að umsækjendur hafi sótt viðurkennt námskeið í skyndihjálp. Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.

Vinnutími: Vaktavinna.

Launakjör: Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands.

Umsóknarfrestur: Umsóknum, sem skulu vera skriflegar, ásamt ferilskrá skal skila á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar eigi síðar en 3. júní nk. Umsóknir má einnig senda á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is

Nánari upplýsingar veita Skúli Þórðarson, sveitarstjóri og Kristjana H. Ólafsdóttir, fjármálastjóri í síma 433-8500.

 

Hvalfjarðarsveit 21. maí 2015
Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.