Sundlaugin að Hlöðum-sumarstarfsfólk óskast

Þriðjudagur, 11. apríl 2017

Hvalfjarðarsveit óskar eftir að ráða þrjá starfsmenn í sundlaugina að Hlöðum í sumar. Æskilegt er að starfsmenn hafi náð 20 ára aldri og hafi lokið skyndihjálparnámskeiði. Viðkomandi þarf að hafa ríka þjónustulund og samstarfsvilja. Starfið felur í sér allan daglegan rekstur t.d. öryggisgæslu, þrif, uppgjör og þjónustu við gesti sundlaugarinnar. Vinnutímabilið er júní - ágúst.  

Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl.

Upplýsingar um starfið gefur Ása Líndal frístundafulltrúi í síma 433 8500

Umsóknir skal senda á hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is