Styrkir til atvinnumála kvenna

Fimmtudagur, 7. febrúar 2019
 
Vinnumálastofnun/velferðarráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2019 lausa til umsóknar.
 
 
 
Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum.
 
Verkefnið sé í meirihluta eigu konu/kvenna (51%) og stjórnað af konu.
Verkefnið feli í sér nýnæmi eða nýsköpun af einhverju tagi.
Verkefnið feli í sér atvinnusköpun til frambúðar.
Viðskiptahugmynd sé vel útfærð.
Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar (600.000), til markaðssetningar og gerðar markaðsáætlunar, vöruþróunar, hönnunar og efniskostnaðar.
Ennfremur geta konur sem hafa fullmótaða viðskiptaáætlun og hafa hug á því að stofna fyrirtæki á næstunni eða hafa stofnað fyrirtæki en ekki hafið rekstur, sótt um styrk til að koma henni í framkvæmd.