Spilliefni í fráveitu sveitarfélagsins

Mánudagur, 30. nóvember 2015
Hvalfjarðarsveit vill að gefnu tilefni benda íbúum á það að óheimilt er að láta í fráveitu sveitarfélagsins hvers kyns spilliefni, olíur, bensín, lífræn leysiefni eða annað það sem skemmt getur eða truflað rekstur fráveitukerfisins eða skaðað viðtaka.
Bent skal á að tekið er á móti þessum efnum á gámastöðinni á Akranesi.
 
Hvalfjarðarsveit.