Snjómokstur

sunnudagur, 26. febrúar 2017
Snjómokstur er að hefjast í Hvalfjarðarsveit.
Mokstur stofnbrauta og tengivega verður í forgangi framyfir mokstur heimreiða.
Snjómokstur mun taka langan tíma og eru vegfarendur og íbúar beðnir um að sýna þolinmæði við þessar sérstöku aðstæður.
Utan opnunartíma skrifstofu Hvalfjarðarsveitar má fá upplýsingar um snjómokstur og koma óskum um mokstur heimreiða á framfæri í síma 899-2981 (Marteinn).
 
26. febrúar 2017
Skúli Þórðarson, sveitarstjóri