Skoðunarkönnun vegna sveitarstjórnarkosninga

Fimmtudagur, 22. febrúar 2018
Kæru íbúar
Þann 26. maí næstkomandi verður gengið til sveitarstjórnarkosninga og nokkur umræða hefur verið í samfélaginu um hvaða form sé heppilegast hér í Hvalfjarðarsveit. Samkvæmt 19 gr. laga um kosningar til sveitarstjórnar nr. 5/1998 skulu fulltrúar í sveitarstjórnum kjörnir í leynilegum almennum kosningum sem geta verið með tvennu móti, þ.e bundinni hlutfallskosningu (listakosningu) eða óbundnum kosningum (persónukjöri).
 
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur falið skrifstofu sveitarfélagsins að annast skoðanakönnun meðal íbúa, með það að markmiði að kanna hug þeirra um hvor leiðin þeim hugnist betur í komandi sveitarstjórnarkosningum. Framkvæmd könnunnarinnar er með þeim hætti að öllum íbúum 18 ára og eldri er sent bréf þar sem þeim er boðið að taka þátt í könnuninni, svarið skal sent í meðfylgjandi umslagi og þarf að berast skrifstofu Hvalfjarðarsveitar fyrir 28. febrúar.
Skrifstofa sveitarfélagsins mun birta niðurstöður skoðanakönnunarinnar á vefsíðu Hvalfjarðarsveitar þegar þær liggja fyrir. 
 
Það skal tekið fram að skoðanakönnun þessi getur á engan hátt verið bindandi, þ.e. að kjörgengum aðilum mun ávallt verða frjálst að koma fram með framboðslista líkt og lög um kosningar til sveitarstjórnar gera ráð fyrir.
 
Virðingarfyllst
Björgvin Helgason, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Hjördís Stefánsdóttir, Jónella Sigurjónsdóttir,
Brynja Þorbjörnsdóttir, Daníel Ottesen, Björn Páll Fálki Valsson ( í fjarveru Stefáns Ármannsonar)