Skoðanakönnun – framlengdur skilafrestur

Mánudagur, 26. febrúar 2018

Frestur til að skila könnun vegna fyrirkomulags við sveitarstjórnarkosninga í vor hefur verið framlengdur til 5. mars næstkomandi. En könnunin var ekki borin út 22. febrúar eins og til stóð heldur 26. febrúar. Þeir sem fengið hafa könnunina í hendur geta póstlagt svarumslagið eða skilað því í póstkassa við anddyri stjórnsýslunnar að Innrimel 3.

Oddviti