Safnahús Borgarfjarðar - Sumardagurinn fyrsti

Miðvikudagur, 19. apríl 2017

Við bjóðum til hátíðardagskrár í Safnahúsi fimmtud. 20. apríl, á sumardaginn fyrsta, kl. 15.00. Um er að ræða tónleika þar sem nemendur Tónlistarskóla Borgarfjarðar frumflytja eigin verk við ljóð Halldóru B. Björnsson frá Grafardal.

Sýningar hússins verða opnar að loknum tónleikum.

Ókeypis aðgangur og sumarkaffi.

Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands.

Allir velkomnir 

F.h. Tónlistarskóla og Safnahúss, 

Guðrún Jónsdóttir

Safnahús Borgarfjarðar, Borgarnesi

Menningarmiðstöð í héraði