Rýmkuð skilyrði ljósleiðaratenginga

Miðvikudagur, 26. mars 2014
Rýmkuð skilyrði ljósleiðaratenginga

Fyrirkomulag ljósleiðaratenginga í Hvalfjarðarsveit. Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 25. mars var samþykkt að taka upp fyrri ákvörðun sveitarstjórnar  frá 23. apríl 2013 varðandi fyrirkomulag ljósleiðaratenginga í Hvalfjarðarsveit og rýmka skilyrði fyrir tengingum vegna íbúðarhúsa.

Fyrirkomulag ljósleiðaratenginga í Hvalfjarðarsveit skal vera þannig:

  1. Íbúðarhúsaeigendur sem óska eftir tengingu ljósleiðara í íbúðarhús sitt, eða íbúðarhús í byggingu þar sem veitt hefur verið byggingarleyfi fyrir verklok (sem eru áætluð í júní 2014), skulu fá ljósleiðaraheimtaug í íbúðarhús sitt frágengna að fullu inn fyrir húsvegg á kostnað sveitarfélagsins
  2. Íbúðarhúsaeigendum, sem óska eftir ljósleiðaratengingu eftir verklok, skal veittur allt að 200.000 kr. styrkur vegna kostnaðar við lögn og inntöku ljósleiðara í nýtt íbúðarhús. Sama á við um íbúðarhús þar sem ekki hefur áður verið til staðar ljósleiðaratenging.
  3. Sumarhúsaeigendur og lögaðilar (fyrirtæki, rekstraraðilar) sem óska eftir ljósleiðaratengingu greiða kostnað við jarðvinnu og tengingu sumarhúss/starfsstöðvar. Heimtaug skal lögð skv. fyrirmælum sveitarfélagsins frá sumarhúsi/starfsstöð að tengipunkti við stofnæð. Ljósleiðaraheimtaugin verður frágengin að fullu inn fyrir húsvegg á kostnað umsækjanda.
  4. Í öllum tilfellum skal húseigandi samþykkja mánaðargjald vegna tengingar ljósleiðara, sem skal vera 2.980 kr. m/ vsk. Sá sem óskar eftir ljósleiðaratengingu skal samþykkja að greiða mánaðargjald í 2 ár
  5. Í öllum tilfellum skulu lagnir utanhúss og inn fyrir húsvegg vera í eigu sveitarfélagsins, en lagnir innanhúss á ábyrgð húseiganda. Gert er ráð fyrir fullu samráði við landeiganda þar sem lögn þarf að fara um.

Framkvæmdir við ljósleiðaralagningu ganga vel og eru á áætlun. Áætlun gerir ráð fyrir að u.þ.b helmingur af langnigu ljósleiðara sé lokið. En búið er að leggja frá Melahverfi út Hvalfjarðarströnd og inn í Botn. Frá Melahverfi bæði sunnan og norðan Akrafjalls. Næstu áfangar eru Melasveit, Melahverfi og Svínadalur. Áætluð verklok eru í júní nk.
Þjónustuveitur eru að vinna við að koma tengingum í tengimiðjur kerfisins og má áætla að fyrstu notendur geti tengst ljósleiðarakerfinu í mars-apríl. Íbúar bíða með eftirvæntingu að fá tengingu við ljósleiðarann og fá þar með miklu betri fjarskiptateningar en völ er á í dag.