Opinn fundur á Hótel Glym

Föstudagur, 13. apríl 2018

Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um niðurstöður eftirlits og umhverfisvöktunar á Grundartanga þriðjudaginn 17. apríl að Hótel Glym, Hvalfjarðarsveit klukkan 15:30.

Fundurinn er haldinn þar sem kveðið er á í starfsleyfum tiltekinna stærri fyrirtækja að boða skuli til opins kynningarfundar um umhverfisvöktun og losun af völdum starfseminnar.

Dagskrá fundarins:

  • Björgvin Helgason fundarstjóri setur fundinn.
  • Guðbjörg Stella Árnadóttir frá Umhverfisstofnun kynnir eftirlit Umhverfisstofnunar.
  • Halla Einarsdóttir frá Umhverfisstofnun kynnir niðurstöður eftirlits og mælinga á losun iðjuveranna 2017.
  • Eva Yngvadóttir frá Eflu verkfræðistofu fjallar um niðurstöður umhverfisvöktunarinnar.
  • Steinunn Dögg Steinsen frá Norðuráli flytur erindi.
  • Sigurjón Svavarsson frá Elkem Ísland flytur erindi.
  • Umræður að loknum framsögum.

Allir eru velkomnir.