Opið hús fyrir eldri borgara í Hvalfjarðarsveit í Fannahlíð

Fimmtudagur, 9. mars 2017
Opið hús  fyrir eldri borgara í Hvalfjarðarsveit í Fannahlíð miðvikudaginn 15 mars kl 16-18. Danshópurinn Sporið sýnir nokkra dansa.  Arndís Halla Jóhannesdóttir flytur fyrirlestur sinn Mikill hlátur og smá grátur. Fyrirlesturinn er byggður á lífsreynslu Arndísar og er hugsaður til þess, að vekja fólk til umhugsunar um að öll höfum við val um hvernig við bregðumst við,  því sem við þurfum að takast á í lífinu. 
Kaffi og meðlæti
 
Mætum og eigum saman notalega stund
Ása Helgadóttir og Margrét Magnúsdóttir