Nýtt starf frístundafulltrúa Hvalfjarðarsveitar

Þriðjudagur, 31. janúar 2017
Laust er til umsóknar starf frístundafulltrúa Hvalfjarðarsveitar. Um er að ræða 50% starf innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitað er að metnaðarfullum aðila til að stýra fjölbreyttum verkefnum sveitarfélagsins er varðar frístundastarf, viðburðastjórnun og kynningarstarf. Um nýtt starf er að ræða og mun viðkomandi fá tækifæri til að taka þátt í mótun þess. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
 
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
Umsjón og skipulag frístundastarfs fyrir alla aldurshópa.
Umsjón með rekstri íþróttamannvirkja og félagsmiðstöðvar.
Skipulag og umsjón leikjanámskeiða og vinnuskóla.
Viðburðastjórnun og kynningarstarf.
Mótun og skipulagning forvarnarstarfs.
 
Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg.
Reynsla af starfi með börnum og ungmennum og skipulagi íþrótta- og æskulýðsmála eða sambærilegum störfum er mikilvæg.
Reynsla af stjórnunarstörfum á  vettvangi félagsstarfa, íþrótta- og æskulýðsmála er æskileg.
Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulagshæfileika.
Frumkvæði, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
 
Kjör:
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags  og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 
Umsóknarfrestur um starf frístundafulltrúa Hvalfjarðarsveitar er til og með 17. febrúar 2017.
 
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi.
Umsókn skal senda á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri í síma 433-8500 og á netfanginu skuli@hvalfjardarsveit.is
 
Hvalfjarðarsveit er öflugt sveitarfélag með um 630 íbúa. Náttúrufegurð er mikil og möguleikar til að njóta fjölbreyttrar útiveru eru óþrjótandi. Hvalfjarðarsveit er dreifbýlt sveitarfélag með litlum íbúakjörnum. Þar eru næg og fjölbreytt atvinnutækifæri, öflugur landbúnaður, vaxandi ferðaþjónusta og metnaðarfullt skólastarf.
 
Mikil uppbygging hefur átt sér stað á iðnaðarsvæðinu við Grundartanga með fjölmörgum iðnfyrirtækjum. Hvalfjarðarsveit er í nálægð við þéttbýli og í góðu samstarfi við nágrannasveitarfélög. Nánari upplýsingar má finna á www.hvalfjardarsveit.is