Nýr starfsmaður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar

Þriðjudagur, 21. ágúst 2018

Guðný Tómadóttir hefur verið ráðin í starf skrifstofumanns/skjalavarðar á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar.  

Hún starfaði áður hjá Sýslumanninum á Vesturlandi á Akranesi, sem umboðsmaður TR.

Guðný hefur þegar hafið störf og bjóðum við hana velkomna til starfa.