Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar - laust starf til umsóknar

Þriðjudagur, 9. júní 2015

Við Skýjaborg vantar til starfa fyrir næsta skólár. Deildarstjóra á yngri deild. Umsækjandi um kennarastarf þarf að hafa kennsluréttindi, góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Leikskólinn  leggur áherslu á lýðræði og opinn efnivið. Í leikskólanum dvelja um 40 börn á aldrinum 1-6 ára. Í leikskólanum gefst tækifæri til að takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem tengjast þróun leikskólastarfs, samvinnu leikskólans við grunnskólasvið skólans og fleiri stofnanir.

Laun samkv. LN, KÍ, FL og/eða viðkomandi stéttarfélagi

Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila sendist til Jóns Rúnars Hilmarssonar, skólastjóra, jon.runar.hilmarsson@hvalfjardarsveit.is – Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar, Hvalfjarðarsveit, 301 Akranesi. Nánari upplýsingar veitir Jón R. Hilmarsson skólastjóri í síma 858-1944.