Kjörfundur í Hvalfjarðarsveit

Mánudagur, 23. október 2017
Kjörfundur í Hvalfjarðarsveit vegna Alþingiskosninga laugardaginn 28. október 2017 verður frá kl. 9:00 til kl. 22:00. Kjörstaður er í stjórnsýsluhúsinu við Innrimel 3 í Melahverfi. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumanni fram að kjördegi. 
 
Kjósendum ber að hafa persónuskilríki meðferðis. 
 
 
Kjörstjórn