Kennara vantar til starfa á næsta skólári - Heiðarskóli

Miðvikudagur, 9. ágúst 2017
Vegna forfalla vantar kennara við Heiðarskóla skólaárið 2017 – 2018. Um tímabundna ráðningu er að ræða í 100% starf sem snýr að teymiskennslu á unglingastigi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. 
 
Heiðarskóli er grunnskólasvið í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Gildi skólans eru vellíðan – virðing – metnaður – samvinna. Skólinn er Grænfánaskóli og leggur áherslu umhverfismennt og útinám. Nemendur Heiðarskóla eru rúmlega 90 og kennt er í þremur námshópum; 1. – 4. bekk, 5. – 7. bekk og 8. – 10. bekk.  Skólinn vinnur með uppeldi til ábyrgðar í samskiptum og spjaldtölvur eru nýttar í námi á öllum aldursstigum.
 
Nánari upplýsingar um starfið veitir skólastjóri Heiðarskóla, Sigríður Lára Guðmundsdóttir, í síma 433 8521 eða 899 5156.