Jólatréð tendrað

Miðvikudagur, 5. desember 2018

Í morgun var kveikt á jólatrénu við Stjórnsýsluhúsið.  Leikskólabörn af Skýjaborg komu í heimsókn, sungið og dansað var í kringum jólatréð. 

Að því loknu var þeim boðið í heimsókn í Stjórnsýsluhúsið þar sem sveitarstjóri bauð upp á mandarínur.