Ingunn Stefánsdóttir ráðin skrifstofustjóri

Þriðjudagur, 28. ágúst 2018

Ingunn er rekstrarfræðingur og hefur frá árinu 2005 unnið hjá Tryggingastofnun ríkisins sem bókhalds- og launafulltrúi. 

Þar áður vann hún hjá Intrum á Íslandi og KPMG í Borgarnesi. 

Ingunn er gift Guðmundi Ólafssyni deildarstjóra greiðsluþjónustu Símans og eiga þau fimm uppkomin börn og þrjú barnabörn. 

Gert er ráð fyrir að Ingunn komi til starfa um miðjan septembermánuð.