Hvalfjarðardagar 2018

Mánudagur, 26. febrúar 2018

Á fundi Menningar- og atvinnuþróunarnefndar þann 21. febrúar sl. var fjallað um tímasetningu Hvalfjarðardaga. Á fundi nefndarinnar með ferðaþjónustuaðilum í janúar sl.  kom fram tillaga um að hátíðarhöldin yrðu færð yfir í júlí. Eftir að hafa skoðað málið og rætt við fleiri aðila var ákveðið að halda Hvalfjarðardaga í ágúst eins og verið hefur. Megin áhersla verður lögð á laugardaginn en ef einhver vill vera með uppákomu á föstudegi eða sunnudegi þá er það besta mál.

Menningar- og atvinnuþróunarnefnd