Hvalfjarðardagar 2017 - Dagskrá

Fimmtudagur, 24. ágúst 2017
Föstudagur 25. ágúst
Kl. 10:00-18:00  Ferstikluskáli opinn
Kl. 12:00  Ljósmyndasamkeppni hefst og stendur yfir Hvalfjarðardaga
Þema: Gleði og náttúra í Hvalfjarðarsveit. Sjá nánar á www.hvalfjardardagar.is.
Kl. 14:00-21:00  Sundlaugin að Hlöðum opin
Kl. 18:00-23:00  Ferðaþjónustan á Laxárbakka býður heim
Lambakjöt á grillinu frá kl. 18:00 og kaldur á kantinum, gestum boðið að skoða íbúðirnar og aðstöðuna. 
Heiðmar ætlar að sjá um stuðið fram eftir kvöldi frá kl. 20:00 til 23:00
Tilboð: Kjöt, kartöflusalat, sósa og drykkur á 2.000 kr.
Kl. 18:00-19:00  BMX-BRÓS á bílastæðinu hjá sundlauginni að Hlöðum
Þeir sýna listir sínar á hjólum og leyfa áhorfendum taka þátt. Grillaðar verða pylsur fyrir sundlaugarpartýið.
Kl. 19:00-21:00  Sundlaugarpartý að Hlöðum fyrir 12-18 ára ungmenni 
Vatnsblöðrur, tónlist og góð stemming.
 
Laugardagur 26. ágúst
Kl. 09:00   Gönguferð með leiðsögn úr Grafardal um Síldarmannagötur niður í Hvalfjörð 
Gangan er 13,5 km, tekur 3,5-4 klst. Þægileg leið sem flestir ættu ráða við (nauðsynlegt vera í góðum gönguskóm,
klædd eftir veðri og með létt nesti). Hist er við vörðuna í botni Hvalfjarðar kl 9:00 og hópnum skipt niður á bíla.
Leiðsögumaður er Petrína Helga Ottesen. Skráning í gönguna er á hvalfjardardagar@hvalfjardarsveit.is.
Kl. 10:00-18:00  Sundlaugin að Hlöðum opin
Kl. 10:00-18:00  Ferstikluskáli opinn
Kl. 11:00  Helgusund í samstarfi við Sjóbaðsfélag Akraness 
Synt verður frá Geirshólma og í land í Helguvík. Fólk mætir kl. 10:30 og sundið byrjar kl. 11:00. Þátttökugjald er 2.500 kr. og
fer skráningin fram á hvalfjardardagar@hvalfjardarsveit.is. Lágmarksfjöldi 20 manns.
Kl. 13:00-17:00  Hestaleigan Draumhestar í Steinsholti 
Opið hús og boðið upp á kaffi og meðlæti. Teymt verður undir börnum.
Kl. 13:00-16:00  Hernámssetrið á Hlöðum
Aðgangseyrir 1.000 kr.
Dagskrá á Þórisstöðum
Kl. 13:00-17:00  Stóri sveitamarkaðurinn á Þórisstöðum
Boðið upp á fjölbreytt vöruúrval, gott í gogginn og fallegt handverk, staðsett í fjósinu og fjárhúsinu. Amma Andrea og fallega
fólkið hennar. Ekki verða allir með posa á svæðinu.
Kl. 13:00-17:00  Kaffihús í Kaffi Koti 
Mæðgurnar Sigurlaug og Erla töfra fram veitingar
Kl. 13:00-13:30  Leikhópurinn Lotta- Frítt
Atriði þar sem nokkrar vel valdar persónur syngja lög og skemmta fólkinu. Atriðið er hlaðið húmor fyrir allan aldur, sprell,
söngur og gleði. Allir svo knúsa persónur og taka myndir.
Kl. 13:30-14:30   Traktoraþrautabraut
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin.
Kl. 15:00   Sammi tónlistarmaður
Spilar vel valin lög.
Kl. 15:00-17:00  Vatnsrennibraut með aðstoð Þráins slökkviliðsstjóra
Kl. 17:00-18:00  Tónleikar með Fjárlaganefnd í Hallgrímskirkju í Saurbæ
Fjárlaganefnd skipa: Sólveig Sigurðardóttir, Ásta Marý Stefánsdóttir, Freydís Þrastardóttir, Valgerður Helgadóttir, Gunnar Guðni
Harðarson, Gunnar Thor Örnólfsson, Böðvar Ingi H. Geirfinnsson og Ragnar Pétur Jóhannsson. Allir hjartanlega velkomnir, frítt inn.
 
Sunnudagur 27. ágúst
Kl. 10:00-18:00   Sundlaugin að Hlöðum opin
Kl. 10:00-18:00  Ferstikluskáli opinn
Kl. 14:00-17:00   Álfholtsskógur 
Opið hús í skógræktahúsinu Furuhlíð, starfsmenn verða á svæðinu til leiðbeina fólki. Heitt á könnunnni. Allir velkomnir.
Kl. 14:00-17:00   Vatnaskógur býður heim
Boðið verður upp á hoppukastala, báta og ýmislegt fleira. Farið verður í skoðunarferð um svæðið með leiðsögn kl. 15:00.
Kaffisala verður í matskálanum.
Kl. 20:30   Stofutónleikar í Skipanesi
Ásta Marý Stefánsdóttir mun syngja uppháhalds lögin sín og með henni mun Jónína Erna Arnadóttir leika á píanó.
Allir hjartanlega velkomnir að kíkja í bæinn.
Kl. 23:00  Ljósmyndasamkeppni lýkur