Harðfisks- og hákarlssala - kvenfélagið Lilja

Fimmtudagur, 11. janúar 2018

Kvenfélagið Lilja mun vera með hina árlegu harðfisks- og hákarlssölu fyrir Þorrann. Allur ágóði af sölunni rennur eins og áður í Hjálparsjóð kvenfélagsins, sem því miður þarf að veita úr á hverju ári. Íbúar Hvalfjarðarsveitar mega eiga von á galvöskum kvenfélagskonum seinni part mánudaginn 15, þriðjudaginn 16 og miðvikudaginn 17 að selja harðfisk og hákarl. Poki af harðfisk (200 gr) kostar kr.2.500 og hárkarlsbox kostar kr.1.300. Við erum ekki með posa svo gott er að hafa peninga við höndina. Íbúar hafa undanfarin ár tekið einstaklega vel á móti okkur og vonum við að svo verði einnig nú, enda málefnið gott.

Kvenfélagið Lilja